Tókum fljótabát og skoðuðum Amsterdam með Önnu, Jóhönnu, Lindu, Bjarnþóri, og bræðrum Lindu Steinari og Birki.
Gengum í gegnum Vondelgarðinn sem er við hliðina á heimili Lindu og Bjarnþórs. Fallegur garður.
Hér vinnur Linda á 14. hæð alveg við höfnina þar sem skemmtiferðaskipin liggja.
Það má ekki sleppa að fara á pönnukökuhús í Amsterdam. Allskonar útfærslur af pönnukökum.